Advanced search options

Advanced Search Options 🞨

Browse by author name (“Author name starts with…”).

Find ETDs with:

in
/  
in
/  
in
/  
in

Written in Published in Earliest date Latest date

Sorted by

Results per page:

You searched for id:"handle:1946/36920". One record found.

Search Limiters

Last 2 Years | English Only

No search limiters apply to these results.

▼ Search Limiters


University of Iceland

1. Erna Björk Þorsteinsdóttir 1990-. Áskoranir svæfingahjúkrunarfræðinga við svæfingar sjúklinga með mikla brunaáverka: Samþætt fræðilegt yfirlit .

Degree: 2020, University of Iceland

Bakgrunnur: Brunaáverkar eru meðal alvarlegustu áverka og valda um 265.000 dauðsföllum á heimsvísu á ári hverju. Síðustu áratugi hafa batahorfur brunasjúklinga aukist en áfram er há dánartíðni meðal þeirra. Það er krefjandi fyrir heilbrigðisstarfsfólk að veita sjúklingum með mikla brunaáverka bestu mögulegu meðferð. Svæfingahjúkrunarfræðingar eru meðal þeirra sem gegna mikilvægu hlutverki í meðferð brunasjúklinga. Tilgangur: Að taka saman nýjustu rannsóknir og gagnreynda þekkingu um þær áskoranir sem svæfingahjúkrunarfræðingar standa frammi fyrir í svæfingum sjúklinga með mikla brunaáverka. Markmiðið er að tryggja að meðferð sjúklinga með mikla brunaáverka á Landspítala byggi á gagn-reyndri þekkingu, það er gert með því að hagnýta þessar upplýsingar og úr verði tillögur að verklagi. Aðferð: Samþætt fræðilegt yfirlit. Leitað var rannsókna sem birtust á tímabilinu 2009-2019, um svæfingar sjúklinga með mikla brunaáverka í gagnagrunnunum PubMed/Medline, Cinahl, Scopus og Web of Science. Niðurstöður: Leitin skilaði 391 grein og 12 rannsóknir fullnægðu skilyrðum leitarinnar. Í tveimur rannsóknum voru rannsakaðar öndunarvegameðferðir. Í sex rannsóknum var skoðuð meðferð á hjarta- og blóðrásarkerfi. Í tveimur rannsóknum voru skoðuð áhrif svæfingalyfja. Í einni rannsókn var skoðað áhrif hitataps í aðgerðum og í annari var skoðuð reynsla brunasjúklinga af verkjameðferð. Í kjölfar mikilla brunaáverka koma fram ýmsir fylgikvillar. Þessa fylgikvilla er hægt að meðhöndla eða fyrirbyggja með réttum viðbrögðum og inngripum. Niðurstöður sýndu að allt að þriðjungur brunasjúklingar eru barkaþræddir að óþörfu sem veldur því að sjúklingar eru útsettari fyrir fylgikvillum í kjölfarið. Bæði beta hemla lyf og tranecamic sýru lyf draga úr blóðtapi í aðgerðum hjá bruna-sjúklingum. Tengsl eru á milli tímalengdar aðgerðar og hitataps sem hefur áhrif á fylgikvilla eftir aðgerð. Ályktun: Meðferð brunasjúklinga er mikil áskorun og krefjast svæfingar sjúklinga með mikla brunaáverka viðamikillar sérþekkingar og hæfni. Mikilvægt er taka reglulega saman nýjar upplýsingar og gera þær aðgengilegar, með tilliti til þekkingar sem er gagnlegt fyrir svæfingahjúkrunarfræðinga að búa yfir. Lykilorð: Brunaáverkar, svæfing, svæfingahjúkrunarfræðingar, áskoranir, brunameðferð.; Background: Burns are one of the most traumatic injuries and cause about 265,000 deaths world-wide each year. In the past decades, the prognosis of burn patients has improved, but there is still a high mortality rate among them. It is imperative to provide the best possible management to patients with severely burn injury. Nurse anesthetists play an important role in the management of burn patients. Purpose: To systematically assess latest research and evidence-based knowledge of challenges that nurse anesthetists face in anesthetized burn patients. Ensuring that patients with severe burn injury are treated with evidence based knowledge. The aim is to ensure that the management of patients with severe burn injuries at Landspítali is based on evidence-based knowledge and use this…

Subjects/Keywords: Hjúkrunarfræði; Svæfingar

Record DetailsSimilar RecordsGoogle PlusoneFacebookTwitterCiteULikeMendeleyreddit

APA · Chicago · MLA · Vancouver · CSE | Export to Zotero / EndNote / Reference Manager

APA (6th Edition):

1990-, E. B. . (2020). Áskoranir svæfingahjúkrunarfræðinga við svæfingar sjúklinga með mikla brunaáverka: Samþætt fræðilegt yfirlit . (Thesis). University of Iceland. Retrieved from http://hdl.handle.net/1946/36920

Note: this citation may be lacking information needed for this citation format:
Not specified: Masters Thesis or Doctoral Dissertation

Chicago Manual of Style (16th Edition):

1990-, Erna Björk Þorsteinsdóttir. “Áskoranir svæfingahjúkrunarfræðinga við svæfingar sjúklinga með mikla brunaáverka: Samþætt fræðilegt yfirlit .” 2020. Thesis, University of Iceland. Accessed September 20, 2020. http://hdl.handle.net/1946/36920.

Note: this citation may be lacking information needed for this citation format:
Not specified: Masters Thesis or Doctoral Dissertation

MLA Handbook (7th Edition):

1990-, Erna Björk Þorsteinsdóttir. “Áskoranir svæfingahjúkrunarfræðinga við svæfingar sjúklinga með mikla brunaáverka: Samþætt fræðilegt yfirlit .” 2020. Web. 20 Sep 2020.

Vancouver:

1990- EB. Áskoranir svæfingahjúkrunarfræðinga við svæfingar sjúklinga með mikla brunaáverka: Samþætt fræðilegt yfirlit . [Internet] [Thesis]. University of Iceland; 2020. [cited 2020 Sep 20]. Available from: http://hdl.handle.net/1946/36920.

Note: this citation may be lacking information needed for this citation format:
Not specified: Masters Thesis or Doctoral Dissertation

Council of Science Editors:

1990- EB. Áskoranir svæfingahjúkrunarfræðinga við svæfingar sjúklinga með mikla brunaáverka: Samþætt fræðilegt yfirlit . [Thesis]. University of Iceland; 2020. Available from: http://hdl.handle.net/1946/36920

Note: this citation may be lacking information needed for this citation format:
Not specified: Masters Thesis or Doctoral Dissertation

.