Advanced search options

Advanced Search Options 🞨

Browse by author name (“Author name starts with…”).

Find ETDs with:

in
/  
in
/  
in
/  
in

Written in Published in Earliest date Latest date

Sorted by

Results per page:

You searched for id:"handle:1946/36909". One record found.

Search Limiters

Last 2 Years | English Only

No search limiters apply to these results.

▼ Search Limiters


University of Iceland

1. Lilja Ásgeirsdóttir 1973-. Einkenni og heilsutengd lífsgæði sjúklinga með lungnakrabbamein fyrir og eftir skurðaðgerð: Framsýn, lýsandi rannsókn .

Degree: 2020, University of Iceland

Bakgrunnur: Að greinast með lungnakrabbamein hefur mikil áhrif á líf þeirra einstaklinga sem greinast með sjúkdóminn en um er að ræða lífsógnandi sjúkdóm sem veldur því að sjúklingur og fjölskylda hans þurfa að takast á við margar erfiðar áskoranir bæði líkamlegar sem og andlegar. Þegar um skurðtækt lungnakrabbamein er að ræða upplifir sjúklingur það að vera samtímis nýgreindur með krabbamein ásamt því að fara í skurðaðgerð og þurfa að takast á við allt það álag sem slíku inngripi fylgir. Sambærileg rannsókn hefur ekki áður verið gerð á Íslandi á umræddum sjúklingahópi. Tilgangur verkefnis: Að skoða einkenni og heilsutengd lífsgæði sem sjúklingar, sem greindir eru með skurðtækt lungnakrabbamein, upplifa fyrir og eftir aðgerð. Aðferðafræði: Rannsóknin var framsýn lýsandi rannsókn þar sem spurningalistar voru lagðir fyrir þátttakendur þrisvar sinnum á rannsóknartímabilinu, fyrir aðgerð (T1) og á tveimur tímapunktum eftir aðgerð, það er fimm dögum eftir útskrift af sjúkrahúsi (T2) og 30 dögum eftir aðgerð (T3). Fjöldi einkenna og styrkur þeirra ásamt hversu truflandi áhrif einkenni höfðu á daglegt líf var mælt með M.D.Anderson Symptom Inventory (MDASI) mælitæki þar sem ofangreindir þættir voru metnir á 0-10 kvarða (0 þýðir einkenni ekki til staðar/ trufluðu ekki og 10 einkenni eins slæmt og hugsast getur/ truflaði algerlega). Heilsutengd lífsgæði voru metin með European-Organization for Research and Treatment of Cancer-Quality of Live-C30 (EORTC-QLQ-C30) mælitæki þar sem þátttakandi svaraði spurningum á kvarðanum 1-4 og 1-7, sem síðan var umbreytt yfir í 0-100 skor (því hærra skor því betri lífsgæði og virkni en verri einkenni). Þátttakendur voru sjúklingar (≥ 18 ára, færir um að tala og skilja íslensku) sem greindir voru með skurðtækt lungnakrabbamein þar sem uppruni krabbameinsins var í lungum og þeir gengust undir skurðaðgerð á Landspítala á tímabilinu 1.maí 2017 til 1.mars 2020. Niðurstöður: Þátttakendur voru alls 68. Konur voru 41 (60%) og karlar 27 (40%) og var meðalaldur þátttakenda 68,6 ár (sf=8,8; spönn 45-85 ár). Meðalfjöldi einkenna jókst marktækt eftir aðgerð, borið saman við fyrir aðgerð, en þátttakendur voru með 4,4 (sf=3,8) einkenni fyrir aðgerð, 6,8 (sf=3,1) fimm dögum eftir útskrift af sjúkrahúsi og 7,0 (sf=2,8) einkenni 30 dögum eftir aðgerð. Algengustu einkennin fyrir aðgerð voru þreyta (55%), depurð (53%) og svefntruflanir (44%) en verkir (T2=95%; T3=82%), þreyta (T2=92%; T3=93%) og andþyngsli (T2=75%; T3=75%) voru þrjú algengustu einkennin á báðum tímapunktunum eftir aðgerð. Því fleiri einkenni sem þátttakendur voru með fyrir aðgerð því fleiri einkenni voru þeir með á báðum tímapunktum eftir aðgerð (T2: r=0,42, p= 0,001; T3: r=0,69, p< 0,001). Hversu truflandi áhrif einkenni höfðu á daglegt líf þátttakenda var einnig metið og kom í ljós að fyrir aðgerð töldu flestir að einkenni þeirra trufluðu lífsánægju (59%), vinnu/heimilisstörf (57%) og almenna virkni (50%). Á báðum tímapunktum eftir aðgerð töldu flestir að almenn virkni (T2=88%; T3=82%), vinna/heimilsstörf (T2=77%; T3=87%) og geta til að…

Subjects/Keywords: Hjúkrunarfræði; Lungnakrabbamein

Record DetailsSimilar RecordsGoogle PlusoneFacebookTwitterCiteULikeMendeleyreddit

APA · Chicago · MLA · Vancouver · CSE | Export to Zotero / EndNote / Reference Manager

APA (6th Edition):

1973-, L. . (2020). Einkenni og heilsutengd lífsgæði sjúklinga með lungnakrabbamein fyrir og eftir skurðaðgerð: Framsýn, lýsandi rannsókn . (Thesis). University of Iceland. Retrieved from http://hdl.handle.net/1946/36909

Note: this citation may be lacking information needed for this citation format:
Not specified: Masters Thesis or Doctoral Dissertation

Chicago Manual of Style (16th Edition):

1973-, Lilja Ásgeirsdóttir. “Einkenni og heilsutengd lífsgæði sjúklinga með lungnakrabbamein fyrir og eftir skurðaðgerð: Framsýn, lýsandi rannsókn .” 2020. Thesis, University of Iceland. Accessed September 20, 2020. http://hdl.handle.net/1946/36909.

Note: this citation may be lacking information needed for this citation format:
Not specified: Masters Thesis or Doctoral Dissertation

MLA Handbook (7th Edition):

1973-, Lilja Ásgeirsdóttir. “Einkenni og heilsutengd lífsgæði sjúklinga með lungnakrabbamein fyrir og eftir skurðaðgerð: Framsýn, lýsandi rannsókn .” 2020. Web. 20 Sep 2020.

Vancouver:

1973- L. Einkenni og heilsutengd lífsgæði sjúklinga með lungnakrabbamein fyrir og eftir skurðaðgerð: Framsýn, lýsandi rannsókn . [Internet] [Thesis]. University of Iceland; 2020. [cited 2020 Sep 20]. Available from: http://hdl.handle.net/1946/36909.

Note: this citation may be lacking information needed for this citation format:
Not specified: Masters Thesis or Doctoral Dissertation

Council of Science Editors:

1973- L. Einkenni og heilsutengd lífsgæði sjúklinga með lungnakrabbamein fyrir og eftir skurðaðgerð: Framsýn, lýsandi rannsókn . [Thesis]. University of Iceland; 2020. Available from: http://hdl.handle.net/1946/36909

Note: this citation may be lacking information needed for this citation format:
Not specified: Masters Thesis or Doctoral Dissertation

.