Advanced search options

Advanced Search Options 🞨

Browse by author name (“Author name starts with…”).

Find ETDs with:

in
/  
in
/  
in
/  
in

Written in Published in Earliest date Latest date

Sorted by

Results per page:

You searched for id:"handle:1946/26519". One record found.

Search Limiters

Last 2 Years | English Only

No search limiters apply to these results.

▼ Search Limiters


University of Iceland

1. Karl Fannar Sævarsson 1987. Karlmennska meðal íslenskra sjómanna í Vestur-Afríku.

Degree: 2017, University of Iceland

Á undanförnum tveim áratugum hafa Íslendingar stundað fiskveiðar fyrir utan ströndum Vestur-Afríku. Þar hafa bæði íslenskar útgerðir sem og íslenskir sjómenn unnið. Íslenskar útgerðir hafa safnað gríðarlegum auði frá því að kvótakerfi var sett á árið 1984 og með frjálsari sölu á aflaheimildum eftir nýja löggjöf árið 1990 jókst auður útgerðanna til muna. Í kjölfarið fóru íslensk útgerðarfyrirtæki að kaupa upp erlend fyrirtæki sem störfuðu innan sama geira. Í breyttu pólitísku og efnahagslegu landslagi nýfrjálshyggjunnar var einkavæðing ríkjandi stefna frá tíunda áratugnum og fram að efnahagshruni árið 2008. Þessi þensla útgerðarfyrirtækjanna átti eftir að rata til Vestur-Afríku og birtast okkur í þeim umdeildu veiðum sem þar hafa verið stundaðar síðustu tvo áratugi. Á sama tíma hefur aukin hnattvæðing haft áhrif á það ferli sem útrásin var. Ritgerð þessi leitast við að skoða þessar veiðar með sjónarhorni mannfræðilegra kenninga um karlmennsku, hnattvæðingu og eftirlenduhyggju. Kenningar um ríkjandi karlmennsku hafa verið vinsælar allt síðan Connell (2000) setti þær fram á tíunda áratug síðustu aldar og er þessi ritgerð að mörgu leyti framlag til þeirra hugmynda. Sjávarútvegur er atvinnugrein sem lengi hefur verið talin karllægur vettvangur, en það sama má segja um fjármálageirann og útrásina, en fiskveiðar Íslendinga á erlendum vettvangi sameina að mörgu leyti þessa þætti. Markmið ritgerðarinnar er því að fá innsýn í veiðarnar í hnattrænu ljósi og skoða á hverju íslenskir sjómenn á erlendum vettvangi byggja upp karlmennsku sína. Rannsóknin byggir á aðferðafræði mannfræðinnar, etnógrafíunni. Etnógrafía felur í sér eigindlegar rannsóknaraðferðir en vettvangskannanir og viðtöl eru jafnan undirstaða gagnasöfnunar og var sú leið farin í þessari rannsókn. Farið var á vettvang, þar sem dvalist var í átta vikur, tekin voru sjö hálf-stöðluð viðtöl við íslenska sjómenn sem unnið hafa í Vestur-Afríku, auk þess voru tvö önnur viðtöl tekin á Íslandi. Vettvangsathugun getur að mörgu leyti dýpkað sýn rannsakanda þar sem hann fær andrúmsloft vettvangsins frá fyrstu hendi þar sem rannsakandinn kemst í snertingu við tákn og annað sem erfitt er að fanga með öðrum rannsóknaraðferðum. Niðurstöður þessarar rannsóknar voru þær að íslenskir sjómenn halda á fjarlægan vettvang með ákveðnar hugmyndir um karlmennsku sína sem hafa mótast í gegnum þá félagsmótun sem þeir hafa fengið heima á Íslandi. Félagsmótunin á sér meðal annars rætur í rótgrónum hugmyndum Íslendinga um hvað er að vera sannur Íslendingur, sem sækir meðal annars áhrif í sögulega arfleið Íslands. Félagsmótun þessi rímar ekki við þann nýja veruleika sem sjómennirnir starfa við í Vestur-Afríku, enda er félagsmótun með sérstöku sniði á hverjum stað fyrir sig. Sem viðbragð við því taka þeir upp á því að framandgera heimamenn til að upphefja karlmennsku sína.

During the last two decades heavily industrialized fisheries have been taking place along the coast of West Africa which Icelanders have taken great part in. Since the quota system was established back in 1984 the quota…

Subjects/Keywords: Hnattræn tengsl; Sjómenn; Karlmennska; Félagsmótun; Vestur-Afríka

Record DetailsSimilar RecordsGoogle PlusoneFacebookTwitterCiteULikeMendeleyreddit

APA · Chicago · MLA · Vancouver · CSE | Export to Zotero / EndNote / Reference Manager

APA (6th Edition):

1987, K. F. S. (2017). Karlmennska meðal íslenskra sjómanna í Vestur-Afríku. (Thesis). University of Iceland. Retrieved from http://hdl.handle.net/1946/26519

Note: this citation may be lacking information needed for this citation format:
Not specified: Masters Thesis or Doctoral Dissertation

Chicago Manual of Style (16th Edition):

1987, Karl Fannar Sævarsson. “Karlmennska meðal íslenskra sjómanna í Vestur-Afríku.” 2017. Thesis, University of Iceland. Accessed April 22, 2018. http://hdl.handle.net/1946/26519.

Note: this citation may be lacking information needed for this citation format:
Not specified: Masters Thesis or Doctoral Dissertation

MLA Handbook (7th Edition):

1987, Karl Fannar Sævarsson. “Karlmennska meðal íslenskra sjómanna í Vestur-Afríku.” 2017. Web. 22 Apr 2018.

Vancouver:

1987 KFS. Karlmennska meðal íslenskra sjómanna í Vestur-Afríku. [Internet] [Thesis]. University of Iceland; 2017. [cited 2018 Apr 22]. Available from: http://hdl.handle.net/1946/26519.

Note: this citation may be lacking information needed for this citation format:
Not specified: Masters Thesis or Doctoral Dissertation

Council of Science Editors:

1987 KFS. Karlmennska meðal íslenskra sjómanna í Vestur-Afríku. [Thesis]. University of Iceland; 2017. Available from: http://hdl.handle.net/1946/26519

Note: this citation may be lacking information needed for this citation format:
Not specified: Masters Thesis or Doctoral Dissertation

.