Advanced search options

Advanced Search Options 🞨

Browse by author name (“Author name starts with…”).

Find ETDs with:

in
/  
in
/  
in
/  
in

Written in Published in Earliest date Latest date

Sorted by

Results per page:

You searched for id:"handle:1946/26474". One record found.

Search Limiters

Last 2 Years | English Only

No search limiters apply to these results.

▼ Search Limiters


University of Iceland

1. Lára Hafliðadóttir 1987. Amizate. Markhópur og staðfærsla.

Degree: 2017, University of Iceland

Fyrirtækið Amino Ísland var stofnað í þeim tilgangi að setja vöruna Amizate á markað hérlendis. Til þess að stuðla að árangri vörunnar þarf Amino Ísland að vinna ítarlega greiningarvinnu sem felst í því að skilgreina vöruna og afla þekkingar á markaðnum. Slíkar upplýsingar veita fyrirtækinu tækifæri á að stunda árangursríka markaðsfærslu og stuðlað þannig að samkeppnisforskoti á markaði. Markmiðið með þessu verkefni var því að gera grein fyrir fýsilegum markhópi fyrir Amizate og koma með tillögu að árangursríkri staðfærslu fyrir vöruna. Í því skyni þurfti að kortleggja og greina vöruna, samkeppnisumhverfi hennar og neytendur á markaðnum. Mismunandi aðferðir voru notaðar við greininguna en fyrirliggjandi gögn voru nýtt ásamt því að frumgögnum var aflað. Þekking höfundar kom sér einnig vel við greininguna þar sem hann er lærður einkaþjálfari og hefur því góðan skilning á lífeðlisfræði og virknisþáttum vörunnar. Niðurstöðurnar gerðu grein fyrir ákveðnum markhópi sem talið var fýsilegast að herja á fyrst um sinn. Sá markhópur nær til keppnisíþróttafólks, bæði atvinnu- og afreksíþróttamanna sem og annarra einstaklinga sem stunda íþrótt sína af kappi. Þá var framkvæmd megindleg könnun til að varpa betur ljósi á aðgreiningarþætti vörunnar og staðfærslu hennar. Rafrænt snjóboltaúrtak var notað við könnunina þar sem þátttakendur (N=200) svöruðu spurningum varðandi áhrifaþætti við val á fæðubótarefnum. Spurningalistinn var frumsaminn en honum var deilt á Facebook og var niðurstöðum safnað með Question Pro. Af niðurstöðunum að dæma býr Amizate yfir mjög álitlegum aðgreiningarþáttum sem felast í einstakri virkni vörunnar sem studd er af klínískum rannsóknum, en þættirnir eru ekki aðeins mikilvægir í huga markhópsins heldur eru þeir einnig aðgreinandi frá vörum samkeppnisaðila. Tillaga höfundar að árangursríkri staðfærslu byggist því fyrst og fremst á þessum aðgreinandi þáttum vörunnar, ásamt öðrum þáttum sem stuðla að ímynd vörunnar um gæði og áreiðanleika. Meðmæli frá íþróttafólki, hátt verðlag og það að varan sé náttúruleg og vistvæn eru þeir þættir sem höfundur telur einnig álitlega fyrir staðfærslu vörunnar.

Subjects/Keywords: Viðskiptafræði; Markaðsfræði; Markaðssetning; Markhópar; Fæðubótarefni

Record DetailsSimilar RecordsGoogle PlusoneFacebookTwitterCiteULikeMendeleyreddit

APA · Chicago · MLA · Vancouver · CSE | Export to Zotero / EndNote / Reference Manager

APA (6th Edition):

1987, L. H. (2017). Amizate. Markhópur og staðfærsla. (Thesis). University of Iceland. Retrieved from http://hdl.handle.net/1946/26474

Note: this citation may be lacking information needed for this citation format:
Not specified: Masters Thesis or Doctoral Dissertation

Chicago Manual of Style (16th Edition):

1987, Lára Hafliðadóttir. “Amizate. Markhópur og staðfærsla.” 2017. Thesis, University of Iceland. Accessed April 26, 2018. http://hdl.handle.net/1946/26474.

Note: this citation may be lacking information needed for this citation format:
Not specified: Masters Thesis or Doctoral Dissertation

MLA Handbook (7th Edition):

1987, Lára Hafliðadóttir. “Amizate. Markhópur og staðfærsla.” 2017. Web. 26 Apr 2018.

Vancouver:

1987 LH. Amizate. Markhópur og staðfærsla. [Internet] [Thesis]. University of Iceland; 2017. [cited 2018 Apr 26]. Available from: http://hdl.handle.net/1946/26474.

Note: this citation may be lacking information needed for this citation format:
Not specified: Masters Thesis or Doctoral Dissertation

Council of Science Editors:

1987 LH. Amizate. Markhópur og staðfærsla. [Thesis]. University of Iceland; 2017. Available from: http://hdl.handle.net/1946/26474

Note: this citation may be lacking information needed for this citation format:
Not specified: Masters Thesis or Doctoral Dissertation

.